Fyrsti sigur ársins kom gegn sökkvandi Haukum

Afturelding vann verðskuldaðan sigur á Haukum.
Afturelding vann verðskuldaðan sigur á Haukum. mbl.is/Kristinn Magnússon

Afturelding vann sinn fyrsta deildarsigur á árinu er liðið heimsótti Hauka og vann verðskuldaðan 24:22-sigur í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Liðin eru nú bæði með 25 stig í öðru og þriðja sæti, stigi á eftir toppliði Vals. Haukar hafa tapað fjórum deildarleikjum í röð og fimm af síðustu sex. 

Afturelding náði 9:1-kafla síðari hluta fyrri hálfleiks komst með honum í 13:6. Birkir Benediktsson var að skjóta vel fyrir utan, Guðmundur Árni Ólafsson raðaði inn mörkum úr horninu og Arnór Freyr Stefánsson varði vel í markinu. 

Haukar skoruðu tvö síðustu mörkin og var staðan í hálfleik því 13:8, Aftureldingu í vil. Fyrri hálfleikurinn var framhald af því sem Haukar hafa boðið upp á eftir áramót, staður sóknarleikur og klaufskur varnarleikur. 

Afturelding náði fljótlega 17:11-forskoti í seinni hálfleik og gekk illa hjá Haukum að minnka muninn strax í kjölfarið. Staðan var 23:17 þegar skammt var eftir en þá tóku Haukar við sér, skoruðu næstu fimm mörk, og minnkuðu muninn í 23:22. 

Þá hrökk hins vegar allt í baklás og aðeins eitt mark var skorað á síðustu þremur mínútunum. Það gerði Einar Ingi Hrafnsson fyrir Aftureldingu og gestirnir fögnuðu vel. 

Guðmundur Árni Ólafsson skoraði átta mörk fyrir Aftureldingu og Birkir Benediktsson fimm. Arnór Freyr Stefánsson varði 18 skot í markinu. Ólafur Ægir Ólafsson og Adam Haukur Baumruk skoruðu fimm mörk hvor fyrir Hauka og Grétar Ari Guðjónsson varði 17 skot. 

Haukar 22:24 Afturelding opna loka
60. mín. Arnór Freyr Stefánsson (Afturelding) varði skot 18 skot varin. Virkilega góður leikur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert