Markahæstur í æsispennu í Króatíu

Janus Daði Smárason var markahæstur í sínu liði.
Janus Daði Smárason var markahæstur í sínu liði. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Danska handknattleiksliðið Aalborg mátti þola afar naumt 30:31-tap fyrir Zagreb frá Króatíu á útivelli í Meistaradeild Evrópu í dag. 

Janus Daði Smárason var markahæstur hjá Aalborg með sjö mörk. Þá skoraði Ómar Ingi Magnússon þrjú og lagði upp þrjú til viðbótar. Sigurmark Zagreb kom úr víti í blálokin.

Hornamennirnir Guðjón Valur Sigurðsson og Sigvaldi Björn Guðjónsson áttust við í París, en Guðjón er leikmaður PSG og Sigvaldi leikmaður Elverum. Heimaliðið hafði betur, 31:25. 

Guðjón Valur skoraði eitt mark fyrir PSG, en Norðmaðurinn Sander Sagosen skoraði mest, eða átta mörk. Sigvaldi skoraði þrjú mörk fyrir Elverum.  

Aron Pálmarsson og samherjar hans hjá Barcelona eru í toppsæti A-riðils með 22 stig, PSG er með 20 stig, eins og Stefán Rafn Sigurmannsson og Pick Szeged, í öðru og þriðja sæti. Aalborg er í fimmta sæti með 13 stig. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert