Ljónin með fullt hús stiga

Alexander Petersson lét lítið fyrir sér fara í markaskorun í …
Alexander Petersson lét lítið fyrir sér fara í markaskorun í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

Alexander Petersson skoraði eitt mark fyrir Rhein-Neckar Löwen þegar liðið vann öruggan útisigur gegn Cuenca í EHF-bikarnum í handknattleik í dag. Leiknum lauk með 33:27-sigri Ljónanna en staðan var jöfn í hálfleik, 16:16.

Ýmir Örn Gíslason var ekki í leikmannahópi liðsins en þeir Andre Schmid, Uwe Gensheimer og Niclas Vest Kirkelökke skoruðu allir átta mörk hver fyrir Löwen. Rhein-Necker Löwen er með sex stig eða fullt hús stiga í efsta sæti B-riðils en þjálfarinn Kristján Andrésson var rekinn frá félaginu í gær.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert