Öruggt hjá Selfyssingum í Garðabæ

Atli Ævar Ingólfsson úr Selfossi skýtur að marki Stjörnunnar í …
Atli Ævar Ingólfsson úr Selfossi skýtur að marki Stjörnunnar í kvöld. mbl.is

Selfoss vann öruggan 32:29-sigur á Stjörnunni á útivelli í Olísdeild karla í handbolta í kvöld. Selfoss skoraði tvö fyrstu mörkin og náði Stjarnan ekki að jafna eftir það. 

Staðan þegar skammt var eftir var 28:21. Stjarnan náði aðeins að laga stöðuna en sigur Selfyssinga var aldrei í hættu. 

Haukur Þrastarson skoraði átta mörk fyrir Selfoss, fjögur þeirra úr vítaköstum. Magnús Öder Einarsson skoraði sjö, en hann fór á kostum í seinni hálfleik. Þá skoraði Atli Ævar Ingólfsson sex mörk. 

Tandri Már Konráðsson og Leó Snær Pétursson skoruðu átta mörk hvor. Fjögur mörk Leós komu af vítalínunni. 

Með sigrinum fór Selfoss upp í 25 stig og upp að hlið Aftureldingar og Hauka sem eru í þriðja og fjórða sæti. Stjarnan er sem fyrr í áttunda sæti með 17 stig. 

Stjarnan 29:33 Selfoss opna loka
60. mín. Guðni Ingvarsson (Selfoss) skoraði mark
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert