Auglýstu íslenskan saltfisk fyrir 30 árum (myndskeið)

Geir Sveinsson þjálfaði íslenska landsliðið í tvö ár.
Geir Sveinsson þjálfaði íslenska landsliðið í tvö ár. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handknattleiksmennirnir Atli Hilmarsson og Geir Sveinsson léku saman með spænska liðinu Granollers á Spáni fyrir 30 árum. 

Þeir voru ekki bara sterkir inni á vellinum, heldur utan hans líka, eins og sjá má í meðfylgjandi auglýsingu frá 1990. Þar má sjá Atla og Geir fara með sannkallaðan leiksigur, þar sem íslenskur saltfiskur er auglýstur. 

Sjón er sögu ríkari, en auglýsinguna skemmtilegu má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

mbl.is