Íslendingarnir fóru á kostum

Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í markinu.
Viktor Gísli Hallgrímsson átti góðan leik í markinu. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Íslendingar voru áberandi er GOG vann 32:29-heimasigur á Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Viktor Gísli Hallgrímsson lék afar vel í markinu hjá GOG og varði 16 skot. Óðinn Þór Ríkharðsson átti einnig góðan leik fyrir GOG og skoraði sex mörk og þá skoraði liðsfélagi þeirra Arnar Freyr Arnarsson fjögur. 

Þráinn Orri Jónsson komst ekki á blað hjá Bjerringbro-Silkeborg, sem er í fjórða sæti með 27 stig. GOG fór upp í 30 stig og annað sætið með sigrinum. 

mbl.is