Eins leiks bann fyrir óíþróttamannslega hegðun

Jónatan Þór Magnússon og Stefán Árnason, þjálfarar KA.
Jónatan Þór Magnússon og Stefán Árnason, þjálfarar KA. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Jónatan Þór Magnússon, þjálfari karlaliðs KA í handknattleik, var í gær úrskurðaður í eins leiks bann af aga- og úrskurðarnefnd HSÍ vegna óíþróttamannslegrar hegðunar eftir leik KA og Fram í Olísdeildinni sem fram fór á laugardaginn síðasta.

KA heimsækir FH þann 11. mars næstkomandi og mun Jónatan taka út leikbannið í þeim leik. Stefán Árnason, annar þjálfari KA, verður hins vegar á hliðarlínunni í leiknum en KA er í tíunda sæti deildarinnar með 11 stig, fimm stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert