Verður áfram landsliðsþjálfari Hollands

Erlingur Richardsson verður landsliðsþjálfari Hollands til ársins 2022.
Erlingur Richardsson verður landsliðsþjálfari Hollands til ársins 2022. AFP

Erlingur Richardsson verður áfram þjálfari hollenska karlalandsliðsins en hann skrifaði í dag undir samning við hollenska handknattleikssambandið til ársins 2022. 

Erlingur tók við Hollendingum í október árið 2017 og skömmu síðar varð hann fyrsti þjálfarinn til að stýra Hollendingum inn á Evrópumót, en Holland lék á EM í Austurríki, Noregi í Svíþjóð í byrjun árs. 

Erlingur er einnig þjálfari karlaliðs ÍBV og hefur því nóg að gera. Næsta verkefni Erlings er umspil fyrir HM í Egyptalandi, sem fer í júní. 

„Við þurfum að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið síðustu ár ef við ætlum að komast lengra. Að komast á EM 2020 var fyrsta skrefið og nú þurfum við að halda áfram,“ var haft eftir Erlingi í fréttatilkynningu hollenska sambandsins í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert