Drjúgur þegar fyrsta stigið tapaðist

Guðjón Valur Sigurðsson var sterkur hjá PSG.
Guðjón Valur Sigurðsson var sterkur hjá PSG. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Guðjón Valur Sigurðsson og samherjar hans hjá PSG gerðu í kvöld 29:29-jafntefli gegn Nantes á útivelli í frönsku 1. deildinni í handbolta.

PSG tapaði sínu fyrsta stigi í deildinni í leiknum, en fram að honum hafði liðið unnið fyrstu 16 deildarleikina á tímabilinu. 

Guðjón átti góðan leik fyrir PSG og skoraði fimm mörk úr sex skotum. Aðeins Sander Sagosen skoraði meira fyrir PSG, eða sex mörk. 

PSG er í toppsætinu með 33 stig, sex stigum meira en Nantes, sem er í öðru sæti. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert