Sunna og Fannar sömdu aftur

Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson eftir undirskriftina.
Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson eftir undirskriftina. Ljósmynd/ÍBV

Handknattleiksfólkið Sunna Jónsdóttir og Fannar Þór Friðgeirsson skrifaði undir nýja samninga við ÍBV í dag en bæði sömdu þau við félagið að nýju til tveggja ára. Þetta kemur fram á heimasíðu ÍBV.

Bæði hafa þau leikið með ÍBV í tæp tvö tímabil og verið í stórum hlutverkum hjá karla- og kvennaliðum Eyjamanna. Fannar hefur leikið átján af nítján leikjum ÍBV í úrvalsdeild karla í vetur og skorað 44 mörk. Sunna hefur leikið alla sautján leiki ÍBV í úrvalsdeild kvenna og er næstmarkahæst með 75 mörk.

mbl.is