Geggjuð stemning á Akureyri

Einbeitt Ásdís Sigurðardóttir í dauðafæri í leik gegn Haukum fyrr …
Einbeitt Ásdís Sigurðardóttir í dauðafæri í leik gegn Haukum fyrr í vetur. Liðin mætast tvisvar á næstu dögum, á Íslandsmótinu í Hafnarfirði í dag og svo aftur í undanúrslitum bikarkeppninnar í Laugardalshöll á miðvikudag Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Ásdís Sigurðardóttir, leikmaður KA/Þórs í handknattleik, viðurkennir að það hafi alltaf verið draumur hjá sér að vinna bikar með uppeldisfélagi sínu. Ásdís er fædd árið 1983 og er einn reynslumesti leikmaður KA/Þórs sem mætir Haukum í undanúrslitum bikarkeppninnar, Coca-Cola bikarsins, í Laugardalshöll á miðvikudaginn kemur.

„Við reynum að fókusera á deildarleikinn á laugardaginn gegn Haukunum til að byrja með. Hann er gríðarlega mikilvægur, sérstaklega ef við ætlum okkur í úrslitakeppnina, sem er eitt af okkar markmiðum. Það er þess vegna mikið undir á laugardaginn en um leið og þeim leik er lokið förum við að einbeita okkur að leiknum í undanúrslitum bikarkeppninnar á miðvikudaginn kemur. Það verður auðvelt að gíra sig upp í þann leik enda eru þessir stóru leikir ástæðan fyrir því að maður er að hlaupa, lyfta og æfa allt árið.“

Góð blanda í liðinu

Ásdís er uppalin á Akureyri hjá KA/Þór en liðið hefur aldrei orðið bikarmeistari og viðurkennir stórskyttan, sem hefur einnig leikið með FH og Stjörnunni, að það sé kominn tími til þess að breyta því.

Sjá viðtal við Ásdísi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert