Samdráttur og endurskipulagning í Breiðholti

Handknattleiksdeild ÍR mun endurskipuleggja rekstur deildarinnar.
Handknattleiksdeild ÍR mun endurskipuleggja rekstur deildarinnar. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksdeild ÍR sendi frá sér tilkynningu sem snýr að rekstri og stjórn deildarinnar vegna þess ástands sem komið er upp í samfélaginu.

Vegna breytinga í efnahagslífinu hefur ÍR neyðst til að draga saman allan kostnað og endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar. 

Yfirlýsinguna má sjá hér fyrir neðan. 

Vegna stefnubreytinga hjá handknattleiksdeild ÍR, vill stjórn deildarinnar koma eftirfarandi á framfæri.

Samhliða samdrætti fyrirtækja í samfélaginu og niðursveiflu í efnahagslífinu hefur rekstrarumhverfi deildarinnar tekið miklum breytingum undanfarið. Deildin hefur því miður misst sterka styrktaraðila og þrátt fyrir mikla vinnu hefur ekki tekist að fylla í þau skörð.

Til þess að bregðast við þessum breytingum telur stjórn handknattleiksdeildar ÍR það eina ábyrga í stöðunni að draga saman allan kostnað, endurskipuleggja og koma jafnvægi á rekstur deildarinnar.

Við munum einbeita okkur því að nýta fjármuni og starfskrafta til þess að styrkja umgjörðina í kringum leikmennina okkar ásamt því að efla yngriflokkastarf félagsins enn frekar.

Fljótlega hefjast framkvæmdir við byggingu nýs íþróttahúss á ÍR svæðinu sem mun gjörbylta öllu starfi handknattleiksdeildarinnar til hins betra. Við teljum að með tilkomu þess og breyttum áherslum muni handknattleiksdeild ÍR koma enn sterkari tilbaka.

Virðingafyllst, stjórn handknattleiksdeildar ÍR

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert