Veiran ýtti frekar á fjarnámið

Gunnar Magnússon hafði umsjón með endurskipulagningunni.
Gunnar Magnússon hafði umsjón með endurskipulagningunni. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

„Segja má að ástandið sem skapast hefur í þjóðfélaginu hafi ýtt á okkur að ljúka þessari vinnu. Nú virðast flestir hafa meiri tíma en áður vegna kórónuveirunnar,“ sagði Magnús Kári Jónsson, starfsmaður Handknattleikssambands Íslands, þegar Morgunblaðið ræddi við hann í gær um fræðslumálin hjá HSÍ.

Sambandið hefur nú gerbreytt því hvernig kennsla fer fram á þjálfaranámskeiðum HSÍ. Á næstunni verða þrjú þjálfaranámskeið haldin, frá 1. stigi til 3. stigs allt eftir því hvar fólk er statt á þeim menntavegi, en nú þarf ekki lengur að mæta í Laugardalinn á völdum dagsetningum til að eiga möguleika á að ná í þessa menntun. Námskeiðin voru í formi helgarnámskeiða en verða hér eftir í fjarnámi yfir nokkurra mánaða tímabil. Fara þau fram fram í samstarfi við Háskólann í Reykjavík og er notast við sama tölvukerfi og HR notar í sinni kennslu.

„Þetta var í raun ákveðið í haust og fyrir áramót voru fyrirlestrarnir búnir til sem eru meðal annars þess námsefnis sem notað er í kennslunni. Mesta vinnan í kringum þetta var í kringum lokaverkefni þeirra sem luku námi í EHF Mastercoach og útskrifuðust í desember. Lokaverkefnin fólust í að vinna fyrirlestra fyrir þessi námskeið. Að eiga slíka fyrirlestra geta verið verðmæti fyrir íslenskan handbolta næstu árin og nýtist upprennandi þjálfurum. Gæðin eiga að vera til staðar þar sem margir af okkar bestu þjálfurum voru í þessum fyrsta sem tekur Mastercoach-gráðuna hérna heima. Áður voru átta eða níu með gráðuna en höfðu menntað sig erlendis. Í desember útskrifuðust yfir tuttugu manns og okkur tókst að slá tvær flugur í einu höggi,“ sagði Magnús sem hafði umsjón með endurskipulagningunni ásamt Gunnari Magnússyni, íþróttastjóra HSÍ. 

Greinina má sjá í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert