Alfreð vill breytta dómgæslu

Alfreð Gíslason er nú landsliðsþjálfari Þýsklands.
Alfreð Gíslason er nú landsliðsþjálfari Þýsklands. AFP

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands í handbolta, fundaði í dag með dómurum í þýska handboltanum, sem og öðrum landsliðsþjálfurum. Var ákveðið að blása til fundarins núna þar sem allur handbolti er í fríi vegna kórónuveirunnar.

Meðal þess sem rætt var á fundinum voru mögulegar breytingar á reglum IHF um leiktöf. Nú má senda boltann sex sinnum eftir að dómarar gefa merki um leiktöf, en Alfreð vill að því verði breytt í fjórar sendingar. 

Þá var eitt umræðuefni fundarins sú staðreynd að leikmenn þýska landsliðsins hafa fengið flestar brottvísanir á tveimur síðustu stórmótum. Wolfgang Jamelle, yfirmaður dómaramála í þýsku deildinni, sagði við Handball-World að Alfreð hefði óskað eftir því að Þjóðverjar færu að dæma eftir sömu línu og á EM og HM.

mbl.is