Landsliðsmaður sýnir gagnlegar æfingar

Sveinn Jóhannsson
Sveinn Jóhannsson Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Hand­knatt­leiks­sam­band Íslands er með átakið „Æfum heima“ í gangi á sam­fé­lags­miðlum en þar sýn­ir landsliðsfólk í hand­bolta ýms­ar æf­ing­ar sem hægt er að gera í ein­angr­un­inni heima.

Í dag sýnir landsliðsmaðurinn Sveinn Jóhannsson, sem spilar með Sönd­erjyskE í Danmörku, árangursríkar æfingar með teygju sem hægt er að spreyta sig á bæði heima og úti. HSÍ skorar á iðkendur að deila sínum eigin æfingum með sambandi á samfélagsmiðlum en einn heppinn þátttakandi mun vinna landsliðstreyju og handbolta í verðlaun.



mbl.is

Stöndum saman

Við hjá Árvakri viljum vekja athygli á því sem vel er gert á þessum erfiðu tímum. Ef þú ert með góða sögu af fyrirtækjum og einstaklingum sem eru að gera gott, sendu okkur ábendingu á netfangið stondumsaman@mbl.is.

Stöndum saman

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert