Valur framlengir við lykilmenn

Magnús Óli Magnússon er lykilmaður hjá Val.
Magnús Óli Magnússon er lykilmaður hjá Val. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Handknattleiksdeild Vals hefur framlengt samninga sína við nokkra lykilmenn í karla- og kvennaflokki félagsins. Félagið tilkynnti um framlengingarnar á Facebook-síðu sinni. 

Magnús Óli Magnússon og Róbert Aron Hostert framlengdu samninga sína um tvö ár, en þeir voru á meðal bestu leikmanna liðsins sem varð krýnt deildarmeistari í vikunni. 

Magnús Óli skoraði 93 mörk í 20 leikjum á tímabilinu og Róbert Aron gerði 35 mörk í 15 leikjum. 

Lovísa Thompson og Ragnhildur Edda Þórðardóttir framlengdu um tvö ár og Díana Dögg Magnúsdóttir um eitt ár. Hafa þær verið í stóru hlutverki hjá Valsliðinu sem vann þrefalt á síðustu leiktíð. 

Lovísa skoraði 114 mörk í 18 leikjum á leiktíðinni, Ragnhildur Edda gerði 31 mark í 18 leikjum og Díana Dögg skoraði 70 mörk í 18 leikjum á tímabilinu. 

Lovísa Thompson er ein besta handboltakona landsins.
Lovísa Thompson er ein besta handboltakona landsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert