Sú besta snýr sér að þjálfun

Íris Björk Símonardóttir
Íris Björk Símonardóttir mbl.is/Eggert Jóhannesson

Íris Björk Símonardóttir, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í handknattleik, verður markmannsþjálfari U-16 ára landsliðs kvenna og verður hluti af teymi þeirra Ágústs Jóhannssonar og Árna Stefáns Guðjónssonar sem þjálfa liðið. Handknattleikssamband Íslands tilkynnti þetta á samfélagsmiðlum sínum í dag.

Íris Björk hætti í handbolta fyrr í vikunni eftir glæstan feril en hún var einn besti markvörður landsins um árabil. Á þarsíðasta tíma­bili, 2018-19, var hún kjör­in besti leikmaður deild­ar­inn­ar en þá vann Val­ur alla þrjá titl­ana sem í boði voru. Hún verður 33 ára á ár­inu en ásamt því að vera val­in besti leikmaður­inn 2019 fékk hún einnig þá nafn­bót árið 2015.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert