Þeir kunna vel við Íslendinga

Sveinbjörn Pétursson er á leið til Þýskalands á ný eftir …
Sveinbjörn Pétursson er á leið til Þýskalands á ný eftir að kallið kom frá Aue. mbl.is/Þórir

Handknattleiksmarkvörðurinn Sveinbjörn Pétursson er á leiðinni aftur í atvinnumennskuna eftir að hafa hætt í handbolta fyrir tæpu ári.

Hann lenti í bílslysi veturinn 2018 og í kjölfar þess að hafa glímt við erfið meiðsli í baki vegna þess ákvað hann að leggja skóna á hilluna í fyrrasumar eftir að hafa varið mark Stjörnunnar í Garðabænum frá 2016.

Nú er hann hins vegar að ganga í raðir þýska B-deildarfélagsins Aue sem hann spilaði með á árunum 2012 til 2016 og verður því annar tveggja Íslendinga sem spila með liðinu næsta vetur.

Sjá umfjöllun um íslenska handboltamenn í víking í Þýskalandi í heild í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert