Ísland í fyrsta styrkleikaflokki

Aron Pálmarsson fer yfir sviðið með Guðmundi Þ. Guðmundssyni og …
Aron Pálmarsson fer yfir sviðið með Guðmundi Þ. Guðmundssyni og Gunnari Magnússyni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Karlalandsliðið í handknattleik verður í fyrsta styrkleikaflokki þegar dregið verður til undankeppni EM 2022 um miðjan júní. 

Nánar tiltekið verður dregið hinn 16. júní en ljóst er að Ísland getur ekki mætt Alfreð Gíslasyni og hans mönnum í þýska landsliðinu í undankeppninni. Ekki frekar en Dönum, Norðmönnum, Svíum, Frökkum, Slóvenum eða Tékkum sem einnig eru í fyrsta styrkleikaflokki. 

Holland undir stjórn Erlings Richardssonar er í öðrum styrkleikaflokki en Erlingur kom Hollandi á EM sem fram fór í upphafi árs. 

Næsta lokakeppni verður HM 2021 í Egyptalandi og þar á Ísland öruggt sæti en umspili fyrir keppnina var aflýst vegna kórónuveirunnar. 

Styrkleikjaflokkar EHF:

1. styrkleikaflokkur:
Noregur, Svíþjóð, Danmörk, Þýskaland, Frakkland, Slóvenía, Tékkland og Ísland.

2. styrkleikaflokkur:
Austurríki, Hvíta Rússland, Portúgal, Norður Makedónía, Serbía, Rússland, Svartfjallaland og Holland.

3. styrkleikaflokkur:
Sviss, Litáen, Rúmenía, Bosnía, Úkraína, Lettland, Pólland og Belgía.

4. styrkleikaflokkur:
Finnland, Ítalía, Tyrkland, Ísrael, Eistland, Grikkland, Kósovó og Færeyjar. 

mbl.is