Tvær sem leika erlendis í landsliðshópnum

Thea Imani Sturludóttir leikur með Aarhus í Danmörku.
Thea Imani Sturludóttir leikur með Aarhus í Danmörku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Arnar Pétursson, landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handknattleik hefur valið 22 leikmenn til æfinga en hópurinn mun hittast 15. júní og æfa saman fram að mánaðamótum.

Næsta verkefni kvennalandsliðsins er forkeppni HM sem hefst næsta haust og eru landsliðsæfingarnar í júní hluti af undirbúningi liðsins fyrir forkeppnina. Fjöldi leikmanna hafa snúið heim úr atvinnumennsku undanfarnar vikur og eru því aðeins tveir leikmenn í hópnum sem leika erlendis, þær Thea Imani Sturludóttir og Sandra Erlingsdóttir.

Æfingahópur Íslands:

Markmenn:
Andrea Gunnlaugsdóttir Valur 0 / 0
Hafdís Renötudóttir Fram 26 / 1
Katrín Ósk Magnúsdóttir Fram 0 / 0

Vinstra horn:
Ragnheiður Tómasdóttir FH 0 / 0
Sigríður Hauksdóttir HK 14 / 31

Vinstri skytta:
Helena Rut Örvarsdóttir Stjarnan 36 / 76
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir ÍBV 32 / 60
Mariam Eradse Valur 1 / 0
Ragnheiður Júlíusdóttir Fram 25 / 24
Sunna Jónsdóttir ÍBV 56 / 42

Leikstjórnendur:
Eva Björk Davíðsdóttir Stjarnan 35 / 27
Lovísa Thompson Valur 18 / 28
Sandra Erlingsdóttir Aalborg 2 / 4

Hægri skytta:
Birna Berg Haraldsdóttir ÍBV 56 / 112
Thea Imani Sturludóttir Aarhus 38 / 52
Rut Jónsdóttir KA/Þór 94 / 191

Hægra horn:
Díana Dögg Magnúsdóttir Valur 20 / 16
Þórey Anna Ásgeirsdóttir Stjarnan 28 / 14

Línumenn:
Arna Sif Pálsdóttir Valur 150 / 282
Katrín Tinna Jensdóttir Stjarnan 0/0
Perla Ruth Albertsdóttir Fram 22 / 25
Steinunn Björnsdóttir Fram 33 / 23

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert