Bestur í Noregi

Sigvaldi Björn Guðjónsson gengur til liðs við Kielce í sumar.
Sigvaldi Björn Guðjónsson gengur til liðs við Kielce í sumar. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Sigvaldi Björn Guðjónsson, landsliðsmaður Íslands í handknattleik, hefur verið valinn besti leikmaður norsku úrvalsdeildarinnar en hann varð tvöfaldur meistari með Elverum á tímabilinu. Þá lék hann einnig afar vel fyrir Elverum í Meistaradeildinni en hann gekk til liðs við norska félagið frá Århus sumarið 2018. 

Sigvaldi, sem er 25 ára gamall, hefur verið fastamaður í íslenska landsliðinu undanfarin ár en hann samdi við pólska stórliðið Kielce síðasta vetur og gengur til liðs við félagið í sumar. Sigvaldi var í bæði HM-hóp landsliðsins 2019 og EM-hópnum 2020 en hann á að baki 14 landsleiki fyrir Ísland þar sem hann hefur skorað 29 mörk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert