HSÍ hagnaðist um 11 milljónir

Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ og formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson. …
Róbert Geir Gíslason framkvæmdastjóri HSÍ og formaðurinn Guðmundur B. Ólafsson. Á myndinni eru einnig landsliðsþjálfararnir Guðmundur Þ. Guðmundsson og Gunnar Magnússon. mbl.is/Kristinn Magnússon

Hagnaður Handknattleikssambands Íslands árið 2019 var rúmar 11 milljónir króna. 

Ársreikningurinn var lagður fram á 63. ársþingi HSÍ í dag en velta HSÍ var 290 milljónir. Jókst hún um 16 milljónir og munar þar mestu um aukningu á framlagi úr Afrekssjóði ÍSÍ.

Forysta HSÍ er óbreytt. Endurkjörin í stjórn sambandsins voru Arnar Þorkelsson (gjaldkeri), Reynir Stefánsson (dómaranefnd), Kristín Þórðardóttir (mótanefnd) og Guðríður Guðjónsdóttir (landsliðsnefnd kvenna) en fyrir í stjórn eru þau Guðmundur B. Ólafsson (formaður), Davíð B. Gíslason (varaformaður), Jón Viðar Stefánsson (markaðsnefnd), Magnús Karl Daníelsson (fræðslu- og útbreiðslunefnd) og Páll Þórólfsson (landsliðsnefnd karla).

Í varastjórn voru kjörin þau Alfreð Örn Finnsson, Daði Hafþórsson og Inga Lilja Lárusdóttir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert