Tveir Íslendingar í kjöri á efnilegasta leikmanni heims

Teitur Örn Einarsson þykir ein efnilegasta örvhenta skytta heims um …
Teitur Örn Einarsson þykir ein efnilegasta örvhenta skytta heims um þessar mundir. mbl.is/Kristinn Magnússon

Handboltavefmiðillinn Handball Planet stendur þessa dagana fyrir kjöri á efnilegasta handboltamanni heims fyrir keppnistímabilið 2019-20. Tveir íslenskir leikmenn eru meðal þeirra sem eru tilnefndir en kosningin er í gangi á vefnum til 25. júní.

Teitur Örn Einarsson, örvhenta skyttan hjá Kristianstad í Svíþjóð, er einn af fjórum sem eru tilnefndir í sína stöðu. Keppinautar hans eru Diogo Silva frá Slóveníu, Ivan Martinovic frá Króatíu og Dominik Mathe frá Ungverjalandi.

Viktor Gísli Hallgrímsson, landsliðsmarkvörðurinn ungi hjá GOG í Danmörku, er einn fjögurra markvarða sem hægt er að kjósa um. Hinir eru Till Klimpke frá Þýskalandi, Valentin Kieffer frá Frakklandi og Todor Jandric frá Serbíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert