Norðmenn í erfiðum riðli

Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari Noregs.
Þórir Hergeirsson er landsliðsþjálfari Noregs. AFP

Dregið var í riðla fyrir lokamót EM 2020 í handknattleik kvenna í dag en mótið fer fram í Danmörku og Noregi, dagana 3. til 20. desember.

Tvær þjóðir sem léku með Íslandi í undankeppninni eru á lokamótinu, Frakkland og Króatía, en undankeppninni var hætt vegna kórónuveirunnar. Niðurstaðan á EM 2018 var látin ráða því hvaða þjóðir myndu leika á mótinu í desember.

Norðmenn, undir stjórn Þóris Hergeirssonar, verða á heimavelli í D-riðli en liðið spilar leiki sína í Þrándheimi. Þá mæta hinir gestgjafarnir liði Frakka í A-riðli. Dráttinn í heild sinni má sjá hér að neðan. Norðmenn voru einnig með Rúmenum og Þjóðverjum í riðli á EM í Frakklandi fyrir tveimur árum. Þá enduðu Þórir og lærikonur hans fyrir neðan báðar þjóðirnar í riðlinum en höfnuðu að lokum í fimmta sæti.

A-riðill: Frakkland, Danmörk, Svartfjallaland, Slóvenía.
B-riðill: Rússland, Svíþjóð, Spánn, Tékkland.
C-riðill: Holland, Ungverjaland, Serbía, Króatía.
D-riðill: Rúmenía, Noregur, Þýskaland, Pólland.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert