Ísland mætir Grikklandi, Litháen og Norður-Makedóníu

Arnar Pétursson þjálfari, Halldór Jóhann Sigfússon, Ester Óskarsdóttir og Steinunn …
Arnar Pétursson þjálfari, Halldór Jóhann Sigfússon, Ester Óskarsdóttir og Steinunn Björnsdóttir í leik í undankeppni EM síðasta haust. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ísland verður í riðli með Grikklandi, Litháen og Norður-Makedóníu  í forkeppni heimsmeistaramóts kvenna í handknattleik sem fram fer um mánaðamótin nóvember/desember en dregið var í dag í höfuðstöðvum EHF.

Tvö efstu liðin komast áfram í umspil um sæti í lokakeppninni, sem leikið verður sumarið 2021, en lokakeppnin fer fram á Spáni í desember 2021.

Riðlarnir fimm eru þannig skipaðir:

1 Lúxemborg, Ísrael, Úkraína, Slóvakía.

2 Grikkland, Litháen, Ísland, Norður-Makedónía.

3 Finnland, Portúgal, Tyrkland

4 Kósóvó, Ítalía, Austurríki

5 Færeyjar, Sviss, Belgía

Grikkland fær fyrsta rétt til að halda riðilinn á sínum heimavelli, þá Norður-Makedónía og síðan Ísland.

mbl.is