Landsliðsmarkvörður í Selfoss

Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rasimas.
Litháíski landsliðsmarkmaðurinn Vilius Rasimas. Ljósmynd/Selfoss

Handknattleiksdeild Selfoss hefur fengið í sínar raðir landsliðsmarkvörð Litháen, Vilius Rasimas, en hann hefur gert tveggja ára samning við félagið.

Rasimas er reynslumikill markvörður og hefur verið í landsliði Litháen síðan 2010 en hann er orðinn þrítugur. Hann kemur til Selfoss frá þýska liðinu Aue, þar sem markvörðurinn Sveinbjörn Pétursson og Arnar Birkir Hálfdánsson spila.

Hann hefur meðal annars spilað með Kaunas í heimalandinu og Azoty Pulawy í Póllandi en mun næstu tvö árin spila á Íslandsmótinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert