Best annað árið í röð

Elín Jóna Þorsteinsdóttir ásamt Hafdísi Renötudóttir á landsliðsæfingu í nóvember …
Elín Jóna Þorsteinsdóttir ásamt Hafdísi Renötudóttir á landsliðsæfingu í nóvember á síðasta ári. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Elín Jóna Þorsteinsdóttir, landsliðsmarkvörður Íslands í handknattleik og leikmaður Vendsyssel í Danmörku, var um helgina valin besti leikmaður tímabilsins hjá félaginu, annað árið í röð. Vendyssel tryggði sér sæti í dönsku úrvalsdeildinni í vetur en liðið var í fyrsta sæti B-deildarinnar þegar tímabilið var blásið af vegna kórónuveirufaraldursins.

Ekki er langt síðan Elín Jóna framlengdi samning sinn við danska félagið til tveggja ára. Markvörðurinn verður ekki eini Íslendingurinn í herbúðum félagsins á komandi leiktíð því hornakonan Steinunn Hansdóttir gekk til liðs við félagið á dögunum en Vendsyssel hóf æfingar á dögunum fyrir tímabilið í Danmörku sem hefst þann 13. ágúst með bikarleik gegn Horsens.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert