Ísland í þriðja styrkleikaflokki

Ísland á EM í Svíþjóð í janúar.
Ísland á EM í Svíþjóð í janúar. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik er í þriðja styrkleikaflokki af fjórum fyrir dráttinn í riðla fyrir heimsmeistaramótið sem fram fer í Egyptalandi í janúar á næsta ári.

Ísland er í þriðja styrkleikaflokki ásamt Brasilíu, Úrúgvæ, Tékklandi, Frakklandi, Suður-Kóreu, Japan og Barein. Þrjátíu og tvær þjóðir taka þátt á HM 2021 sem fer fram í Egyptalandi á næsta ári.

Alfreð Gíslason er þjálfari þýska landsliðsins sem er í efsta styrkleikaflokki og gæti hann því lent með Íslandi í riðli. Leikið verður í átta fjögurra liða riðlum þar sem þrjú efstu lið komast áfram í milliriðla. Tvö efstu lið þeirra komast svo í fjórðungsúrslit.

Dregið verður í riðla 5. september og eru styrkleikaflokkarnir eftirfarandi.

1. styrkleikaflokkur: Danmörk, Spánn, Króatía, Noregur, Slóvenía, Þýskaland, Portúgal og Svíþjóð.

2. styrkleikaflokkur: Egyptaland, Argentína, Austurríki, Ungverjaland, Túnis, Alsír, Katar og Hvíta-Rússland.

3. styrkleikaflokkur: Ísland, Brasilía, Úrúgvæ, Tékkland, Frakkland, Suður-Kórea, Japan og Barein.

4. styrkleikaflokkur: Angóla, Grænhöfðaeyjar, Marrokkó, Kongó, Pólland, Rússland, lið frá Suður-Ameríku og lið frá Norður-Ameríku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert