Farinn frá danska félaginu

Þráinn Orri Jónsson í leik með Elverum.
Þráinn Orri Jónsson í leik með Elverum. Ljósmynd/Elverum

Handknattleiksmaðurinn Þráinn Orri Jónsson hefur yfirgefið danska úrvalsdeildarfélagið Bjerringbro-Silkeborg. Vísir.is greinir frá því í dag að Þráinn gæti gengið í raðir Hauka. 

Þráinn fór frá Gróttu árið 2017 og í raðir Elverum í Noregi. Þaðan lá leiðin til Bjerringbro-Silkeborg þar sem hann lék í eitt tímabil. Var liðið í fjórða sæti dönsku úrvalsdeildarinnar þegar tímabilinu var hætt vegna kórónuveirunnar. 

Vignir Svavarsson lagði skóna á hilluna eftir síðasta tímabil og gæti Þráinn Orri leyst gömlu landsliðskempuna af hólmi. 

mbl.is