Áfram í markinu í Vestmannaeyjum

Björn Viðar í markinu hjá ÍBV gegn Haukum á síðustu …
Björn Viðar í markinu hjá ÍBV gegn Haukum á síðustu leiktíð. Ljósmynd/Sigfús Gunnar

Handknattleiksdeild ÍBV og markvörðurinn Björn Viðar Björnsson hafa komist að samkomulagi um nýjan samning sem gildir út komandi leiktíð. 

Björn Viðar hefur leikið með ÍBV síðustu tvö tímabil, en hann tók fram skóna á nýju fyrir tímabilið 2018/19 þegar ÍBV var í miklum markvarðarvandamálum. 

Hefur Björn staðið sig með mikilli prýði síðan. Varði hann mark ÍBV á síðustu leiktíð ásamt Bosníumanninum Petar Jokanovic, en hann gerði sömuleiðis nýjan samning við ÍBV á dögunum. 

mbl.is