Íslendingar eru með járnvilja

Magnús Óli Magnússon og félagar í Val mæta Holstebro í …
Magnús Óli Magnússon og félagar í Val mæta Holstebro í Evrópudeildinni. Kristinn Magnússon

„Íslendingar eru þekktir fyrir að vera duglegir handboltaleikmenn með járnvilja, við þurfum heldur betur að mæta til leiks,“ sagði Søren Hansen, þjálfari danska liðsins Holstebro, um einvígi við Valsara í fyrstu umferð Evrópudeildarinnar í næsta mánuði.

Valur og Holstebro mætast í fyrstu umferðinni í lok ágúst en íslensku deildarmeistararnir voru í neðri styrkleikaflokki. Holstebro endaði í 3. sæti dönsku efstu deildarinnar á síðustu leiktíð. Hansen var í viðtali sem birt var á heimasíðu danska félagsins og hann ítrekaði skyldurækni og dugnað íslenskra handknattleiksmanna.

„Við vitum að þeir eru dugnaðarforkar,“ sagði Hansen en liðin mætast 29. eða 30. ágúst í Danmörku.

Mbl.is ræddi við Snorra Stein Guðjóns­son, þjálf­ara Vals, í gær. Við erum ekki lík­leg­asta liðið í keppn­inni en það verður gam­an fyr­ir strák­ana að sjá hvar topplið á Íslandi stend­ur gagn­vart mjög góðu dönsku liði. Ég held að það verði mjög gam­an, ekki bara fyr­ir Val held­ur alla,“ sagði Snorri en viðtalið við hann má lesa í heild sinni með því að smella hér fyrir neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert