Þrír sigurleikir í Færeyjum

Ásdís Þóra Ágústsdóttir var markahæst í sigurleiknum hjá U-18 ára …
Ásdís Þóra Ágústsdóttir var markahæst í sigurleiknum hjá U-18 ára liðinu í gær með sjö mörk. mbl.is/Kristinn Magnússon

U-18 ára og U-16 ára landslið kvenna í handknattleik eyddu verslunarmannahelginni í Færeyjum og léku tvo leiki hvort lið á móti færeyskum jafnöldrum. 

Ísland vann þrjá leiki af þessum fjórum. U-18 ára liðið íslenska vann báða leikina. 32:24 á laugardaginn og 21:19 í gær. 

U-16 ára liðið tapaði á laugardag 24:23 en vann í gær 23:21 en miðað við úrslitin virðast þessi lið vera ansi svipuð að styrkleika. 

Alla markaskorara í íslensku liðunum er að finna í fréttaflutningi af leikjunum á hsi.is. 

mbl.is