Færeyingarnir mættir í Safamýrina

Vilhelm Poulsen og Rógvi Dal Christiansen.
Vilhelm Poulsen og Rógvi Dal Christiansen. Ljósmynd/Fram

Færeysku landsliðsmennirnir Vilhem Poulsen og Rógvi Dal Christiansen eru mættir í Safamýrina en þeir spila með handknattleiksliði Fram í vetur.

Rógvi er 26 ára línumaður sem hef­ur leikið með Kyndli í Þórs­höfn og verið fastamaður í landsliði Fær­ey­inga síðustu ár. Vil­helm tví­tug­ur og get­ur spilað sem skytta og hornamaður. Hann hef­ur leikið með H71 all­an sinn fer­il og verið fastamaður í yngri landsliðum Fær­eyja og leik­ur nú með A-landsliðinu.

Sebastian Al­ex­and­ers­son þjálf­ar Fram frá og með næsta tíma­bili, en hann tók við af Hall­dóri Jó­hanni Sig­fús­syni, sem er orðinn þjálf­ari Sel­foss. 

mbl.is