Verður áfram hjá ÍBV

Kristrún Ósk Hlynsdóttir
Kristrún Ósk Hlynsdóttir Ljósmynd/ÍBV

Handboltakonan Kristrún Ósk Hlynsdóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV um eitt ár. Kristrún hefur leikið með liðinu í efstu deild frá 2014.

Hún spilaði 18 leiki og skoraði 38 mörk fyrir Eyjakonur á síðustu leiktíð sem voru í 7. sæti þegar tímabilinu lauk vegna kórónuveirunnar. Tímabilið hefst aftur 12. september og byrjar ÍBV á því að fá KA/Þór í heimsókn til Vestmannaeyja.

mbl.is