Fyrirliði Selfoss í Val

Hulda Dís Þrastardóttir er komin til Vals.
Hulda Dís Þrastardóttir er komin til Vals. Ljósmynd/Valur

Handknattleikskonan Hulda Dís Þrastardóttir hefur gert þriggja ára samning við Val en hún kemur til félagsins frá Selfossi. Var Hulda markahæsti leikmaður Selfoss á síðasta tímabili og fyrirliði liðsins. 

Skoraði Hulda 116 mörk í 1. deildinni líkt og Katla María Magnúsdóttir og væru þær markahæstar hjá Selfossliðinu. Var Selfoss í þriðja sæti deildarinnar þegar tímabilinu var aflýst vegna kórónuveirunnar. 

„Hulda er góður leikmaður og ekki síður frábær karakter. Hún passar því vel inn í okkar hóp enda getur hún leyst margar leikstöður,“ er haft eftir Ágústi Jóhannssyni, þjálfara Vals, í tilkynningu félagsins. 

mbl.is