Björgvin Páll orðinn leikmaður ÍR

Björgvin Páll Rúnarsson er orðinn leikmaður ÍR.
Björgvin Páll Rúnarsson er orðinn leikmaður ÍR. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson hefur gert tveggja ára samning við ÍR. Kemur Björgvin frá uppeldisfélagi sínu Fjölni þar sem hann hefur leikið alla tíð.

Björgvin skoraði 37 mörk í 19 leikjum í Olísdeildinni með Fjölni síðasta vetur, en liðið hafnaði í neðsta sæti og féll niður í 1. deild. Björgvin skoraði 95 mörk í 18 leikjum í 1. deildinni tímabilið þar á undan. 

ÍR endaði í sjötta sæti Olísdeildarinnar á síðustu leiktíð og hafa síðan fengið leikmenn á borð við Andra Heimi Friðriksson frá Fram og Gunnar Valdimar Johnsen frá Stjörnunni. Bergvin Þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Hafþór Vignisson hafa hins vegar yfirgefið félagið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert