Björgvin Páll orðinn leikmaður ÍR

Björgvin Páll Rúnarsson er orðinn leikmaður ÍR.
Björgvin Páll Rúnarsson er orðinn leikmaður ÍR. mbl.is/Árni Sæberg

Handknattleiksmaðurinn Björgvin Páll Rúnarsson hefur gert tveggja ára samning við ÍR. Kemur Björgvin frá uppeldisfélagi sínu Fjölni þar sem hann hefur leikið alla tíð.

Björgvin skoraði 37 mörk í 19 leikjum í Olísdeildinni með Fjölni síðasta vetur, en liðið hafnaði í neðsta sæti og féll niður í 1. deild. Björgvin skoraði 95 mörk í 18 leikjum í 1. deildinni tímabilið þar á undan. 

ÍR endaði í sjötta sæti Olísdeildarinnar á síðustu leiktíð og hafa síðan fengið leikmenn á borð við Andra Heimi Friðriksson frá Fram og Gunnar Valdimar Johnsen frá Stjörnunni. Bergvin Þór Gíslason, Sveinn Andri Sveinsson og Hafþór Vignisson hafa hins vegar yfirgefið félagið. 

mbl.is