Framlengir í Vestmannaeyjum

Harpa Valey Gylfadóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV.
Harpa Valey Gylfadóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV. Ljósmynd/ÍBV

Handknattleikskonan Harpa Valey Gylfadóttir hefur framlengt samning sinn við ÍBV. Félagið greindi frá á Facebook-síðu sinni í dag. 

Harpa er fædd árið 2002 og hefur leikið með aðalliði félagsins í úrvalsdeild og U-liði félagsins í 1. deild síðustu ár. Hefur hún einnig leikið með yngri landsliðum Íslands. 

Skoraði Harpa 21 mark í 19 leikjum með ÍBV á síðasta tímabili. 

mbl.is