Örn Ingi kemur heim

Örn Ingi Bjarkason í leik með Aftureldingu.
Örn Ingi Bjarkason í leik með Aftureldingu. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Hand­knatt­leiksmaður­inn Örn Ingi Bjarka­son mun leika með Víkingum úr Reykjavík í B-deildinni í vetur samkvæmt útvarpsþættinum Handboltinn okkar á Sport FM.

Örn Ingi ætti að vera handboltaáhugamönnum kunnugur, enda fyrrverandi atvinnumaður sem lék nokkurra ára skeið með Hammarby í Svíþjóð en hann spilaði áður með Aftureldingu og varð einnig Íslandsmeistari með FH árið 2011. Hann hefur nú ákveðið að snúa heim samkvæmt færslu á Facebooksíðu Handboltans okkar.

Hann hefur hins vegar átt í erfiðleikum með þrálát meiðsli í hné sem hafa haldið honum lengi frá handboltavellinum síðustu árin. Örn er þrítugur og hefur skrifað undir tveggja ára samning við Víkinga.

mbl.is