Áfall fyrir Breiðhyltinga

Eyþór Vestmann í leik með Aftureldingu árið 2015.
Eyþór Vestmann í leik með Aftureldingu árið 2015. mbl.is/Golli

Eyþór Vestmann leikur ekki með ÍR-ingum í úrvalsdeild karla í handknattleik, Olísdeildinni, fyrr en í febrúar á næsta ári en það er Handbolti.is sem greinir frá þessu.

Eyþór sleit sin í vinstri hendi á æfingu liðsins í síðustu viku og missti því af fyrsta leik liðsins gegn ÍBV í Olísdeildinni á fimmtudaginn síðasta.

Eyþór mun gangast undir aðgerð vegna meiðslanna og mun því ekki spila með liðinu fyrr en í febrúar, eftir HM-hléið, að því er fram kemur á handbolti.is.

Eyþór gekk til liðs við ÍR frá Stjörnunni í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert