Næst markahæstur í bikarsigri

Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyrir Skjern í dag.
Elvar Örn Jónsson skoraði sex mörk fyrir Skjern í dag. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Elvar Örn Jónsson átti mjög góðan leik fyrir Skjern þegar liðið heimsótti SönderjyskE í 16-liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar í handknattleik í dag.

Elvar Örn skoraði sex mörk fyrir Skjern og var næst markahæsti leikmaður liðsins en leiknum lauk með 33:27-sigri Skjern.

Skjern leiddi með tveimur mörkum í hálfleik en liðið nápi sjö marka forskoti þegar fimmtán mínútur voru til leiksloka og SönderjyskE tókst ekki að koma til baka eftir það.

Sveinn Jóhannsson átti fínan leik fyrir SönderjyskE og skoraði tvö mörk, en það dugði ekki til og SönderjyskE er því úr leik en Skjern er komið áfram í átta liða úrslit bikarkeppninnar.

mbl.is