Skoraði fjögur mörk í jafntefli

Óskar Ólafsson í leik með Drammen árið 2018.
Óskar Ólafsson í leik með Drammen árið 2018. Ljósmynd/dhk.no

Óskar Ólafsson skoraði fjögur mörk fyrir Drammen þegar liðið fékk Fyllingen í heimsókn í norsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Leiknum lauk með 29:29-jafntelfi en Óskar var næst markahæstur í liði Drammen ásamt Sebasitan Aho.

Fyllingen leiddi með tveimur mörkum í hálfleik, 13:11, en Drammen tókst að koma til baka í síðari hálfleik og jafna metin.

Drammen hefur farið vel af stað í norsku úrvalsdeildinni á tímabilinu og er með 7 stig í þriðja sæti deildarinnar eftir fyrstu fjórar umferðirnar.

mbl.is