Svekkjandi tap í Meistaradeildinni

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvívegis fyrir Kielce í kvöld en …
Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvívegis fyrir Kielce í kvöld en það dugði ekki til. Ljósmynd/Einar Ragnar Haraldsson

Sigvaldi Björn Guðjónsson skoraði tvívegis fyrir Kielce þegar liðið heimsótti Flensburg í Meistaradeildinni í handknattleik í Þýskalandi í kvöld.

Leiknum lauk með 31:30-sigri Flensburg en staðan var jöfn í hálfleik, 14:14. Kielce náði tveggja marka forskoti, 27:25, þegar tíu mínútur voru til leiksloka en Sögard Johannessen skoraði sigurmark leiksins þegar rúm mínúta var til leiksloka og þar við sat.

Haukur Þrastarson er að koma til baka eftir meiðsli og kom því lítið við sögu með liði Kielce sem er án stiga í sjöunda sætinu.

Þá fer Aalborg vel af stað í Meistaradeildinni en liðið vann sterkan tveggja marka útisigur gegn Celje Lasko í Slóveníu í dag.

Leiknum lauk með 31:29-sigri Aalborgar en staðan í hálfleik var 16:15, Celje Lasko í vil.

Arnór Atlason er aðstoðarþjálfari Aalborgar en liðið er með 2 stig í öðru sæti B-riðils, jafn mörg stig og Veszprém.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert