Sú sænska yfirgefur Hafnarfjörðinn

Zandra Jarvin
Zandra Jarvin Ljósmynd/Christoffer Borg Mattisson

Handknattleiksdeild FH hefur rift samningi við Zöndru Jarvin og mun hún ekki leika með liðinu í vetur eins og til stóð. 

„Handknattleiksdeild FH hefur komist að samkomulagi við sænska leikmanninn Zöndru Jarvin að rifta samningi aðila á milli. Zandra mun því ekki leika með FH í Olís deild kvenna á komandi leiktímabili. Handknattleiksdeild FH óskar Zöndru góðs gengis í Svíþjóð á komandi leiktímabili,“ segir í yfirlýsingu félagsins. 

FH er nýliði í efstu deild og átti Jarvin að spila stórt hlutverk hjá liðinu í vetur. FH mætir erkifjendunum í Haukum í Olísdeildinni á morgun klukkan 14:45. 

mbl.is