Valskonur unnu stórslaginn

Lovísa Thompson sækir að marki Fram í kvöld. Steinunn Björnsdóttir …
Lovísa Thompson sækir að marki Fram í kvöld. Steinunn Björnsdóttir er til varnar. mbl.is/Árni Sæberg

Valur hafði í kvöld betur gegn Fram, 28:24, í einvígi bestu liða Olísdeildar kvenna í handbolta síðustu ár. Staðan í hálfleik var 11:11 en Valskonur voru sterkari í seinni hálfleik. 

Mikið jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og var jafnt á nánast öllum tölum og því við hæfi að staðan væri jöfn í hálfleik. 

Hélt jafnræðið áfram í upphafi seinni hálfleiks og var staðan 14:14 eftir 37 mínútur. Þá skoraði Valur þrjú mörk í röð og tókst Fram ekki að jafna eftir það. 

Lovísa Thompson skoraði sjö mörk fyrir Val, Þórey Anna Ásgeirsdóttir sex og þær Ásdís Þóra Ágústsdóttir og Mariam Eradze fjögur. Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sex fyrir Fram, Steinunn Björnsdóttir fimm og Karólína Bæhrenz fjögur. 

Er Valur með fjögur stig eftir tvo leiki og Fram tvö. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert