Engir áhorfendur um helgina

Engir áhorfendur verða á leikjum næstu daga.
Engir áhorfendur verða á leikjum næstu daga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Uppfært kl. 13:45: Knattspyrnu- og körfuknattleikssambönd Íslands hafa einnig ákveðið að hafa alla leiki áhorfendalausa þangað til annað verður ákveðið að beiðni Almannavarna og kemur það fram í tilkynningum frá þeim.

Allir leikir í öllum flokkum á vegum KSÍ sem hefjast eftir klukkan 14 í dag verða leiknir án áhorfenda. Áhorfendur eru nú þegar mættir á leik Fjölnis og KA sem hefst klukkan 14 í úrvalsdeild karla en ákvörðunin virðist ekki ná til hans.

Þá verður leikur Skallagríms og Vals í Meistarakeppni KKÍ í körfuknattleik leikinn fyrir luktum dyrum í Borgarnesi annað kvöld.

Upprunalega fréttin

Engir áhorfendur verða á handknattleiksleikjum um helgina að beiðni Almannavarna en Handknattleikssamband Íslands staðfesti þetta í tilkynningu sem send var út á fjölmiðla í dag.

Alls greindust 75 innanlandssmit í gær og er ný bylgja af kórónuveirufaraldrinum í aðsigi. Samkvæmt HSÍ verður staðan endurmetin eftir helgi í samráði við yfirvöld en tíu leikir fara fram um helgina í tveimur efstu deildum karla og kvenna.

Úr stórleik Vals og Fram í gær.
Úr stórleik Vals og Fram í gær. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert