Fyrsti sigur ÍBV kom gegn HK

Sunna Jónsdóttir sækir að vörn HK í dag.
Sunna Jónsdóttir sækir að vörn HK í dag. mbl.is/Íris Jóhannsdóttir

ÍBV vann sinn fyrsta sigur í Olísdeild kvenna í handbolta er liðið heimsótti HK í Kópavoginn og vann 25:21-sigur. HK er án stiga eftir tvo leiki. 

Fyrri hálfleikurinn var jafn á nánast öllum tölum, en ÍBV skoraði tvö síðustu mörkin og var staðan í leikhléi því 14:12. ÍBV komst í 16:12 í upphafi seinni hálfleiks og tókst HK ekki að jafna eftir það. 

Birna Berg Haraldsdóttir skoraði tíu mörk fyrir ÍBV og þær Sunna Jónsdóttir og Ásta Björk Júlíusdóttir gerðu fimm mörk hvor. Sigríður Hauksdóttir skoraði níu fyrir HK og Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir og Elna Ólöf Guðjónsdóttir fjögur hvor. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert