Fjölnir-Fylkir vann fyrsta leikinn

Leikmenn Fjölnis-Fylkis fagna sigrinum.
Leikmenn Fjölnis-Fylkis fagna sigrinum. Ljósmynd/Fjölnir-Fylkir

Fjölnir-Fylkir hafði betur gegn ÍR, 23:22, á útivelli í 1. umferð Grill 66 deildar kvenna í handbolta, 1. deild. Var tekin ákvörðun í vor um að Fjölnir og Fylkir myndu senda sameiginlegt lið til leiks á tímabilinu. 

Ada Kozicka skoraði sex mörk fyrir Fjölni-Fylki og Anna Karen Jónsdóttir bætti við fimm. Ólöf Marín Hlynsdóttir skoraði átta fyrir ÍR.

Fram U hafði betur gegn Gróttu á útivelli, 30:25. Lena Margrét Valdimarsdóttir skoraði níu mörk fyrir Fram og þær Erna Guðlaug Gunnarsdóttir og Harpa María Friðgeirsdóttir sjö mörk hvor. Tinna Valgerður Gísladóttir skoraði tíu fyrir Gróttu. 

Þá vann Valur U 30:24-sigur á Víkingi á heimavelli. Lilja Ágústsdóttir skoraði tíu fyrir Val og þær Þórunn Jóhanna Þórisdóttir og Hanna Karen Ólafsdóttir sjö hvor. Viktoría McDonald skoraði átta fyrir Víking. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert