Áhorfendur mega mæta í hallirnar

Engir áhorfendur voru á leik HK og ÍBV í Olísdeild …
Engir áhorfendur voru á leik HK og ÍBV í Olísdeild kvenna á laugardag. Ljósmynd/Íris

Handknattleikssamband Íslands greinir frá því í kvöld að opnað hafi verið fyrir áhorfendur á leiki Íslandsmótsins á nýjan leik. Máttu áhorfendur ekki mæta á vellina um síðustu helgi vegna fjölgun kórónuveirusmita hér á landi. 

„Í framhaldi af þessu hefur HSÍ tekið upp leiðbeiningar frá ÍSÍ vegna áhorfenda á íþróttaviðburðum. Þar kemur fram að heildarfjöldi áhorfenda skal ekki vera meiri en helmingur af stærð áhorfendarýmis í fermetrum, sem þýðir að hver áhorfandi skal hafa 2 fermetra í áhorfendastúku.

Þetta er ágætlega útskýrt í leiðbeiningum ÍSÍ, þar má einnig finna viðmiðunartöflu sem sýnir hámarksfjölda áhorfenda m.v. stærð áhorfendarýmis. Þrátt fyrir þessa breytingu verður hámarksfjöldi áhorfenda í einu hólfi áfram 200,“ segir í yfirlýsingu HSÍ en sömu reglur gilda um leiki á Íslandsmótinu í körfubolta. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert