Reiknar með því að spila eftir nokkra mánuði

Andrea Jacobsen.
Andrea Jacobsen. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrea Jacobsen, landsliðskona í handknattleik, reiknar með því að verða leikfær með Kristianstad á ný eftir fjóra til fimm mánuði en hún sleit krossband í febrúar. 

Andrea segist sjá framhaldið fyrir sér með þeim hætti í samtali við netmiðilinn handbolti.is. Fari svo þá mun líða um það bil ár þar sem hún er frá keppni en það getur verið nokkuð misjafnt hversu lengi fólk er að jafna sig eftir krossbandslit. 

„Það eru sjö mánuðir síðan ég fór í aðgerðina. Sennilega fer ég einhverntímann á næstu vikum að mæta úr völl og æfa en ég reikna ekki með að byrja að keppa með liðinu fyrr en eftir fjóra til fimm mánuð,“ segir Andrea meðal annars við Handbolta.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert