Taplausir Mosfellingar á toppinn

Guðmundur Árni Ólafsson átti góðan leik fyrir Aftureldingu.
Guðmundur Árni Ólafsson átti góðan leik fyrir Aftureldingu. Ljósmynd/Þórir

Afturelding komst í kvöld upp í toppsæti Olísdeildar karla í handbolta með 26:24-sigri á Selfossi á heimavelli. Var Afturelding með forystuna nánast allan tímann og sigurinn verðskuldaður. Eru Mosfellingar með fimm stig og Selfyssingar þrjú. 

Afturelding byrjaði af krafti og náði mest fimm marka forskoti í fyrri hálfleik, 11:6. Var Arnór Freyr Stefánsson sterkur í markinu og varði m.a. þrjú vítaköst í hálfleiknum. Selfoss sótti í sig veðrið síðari hluta hálfleiksins og var staðan í leikhléi 14:11. 

Selfoss byrjaði seinni hálfleikinn vel og jafnaði snemma í 16:16. Þá tóku heimamenn aftur við sér, komust í 22:19 og sigldu að lokum verðskulduðum sigri í hús. 

Guðmundur Árni Ólafsson og Úlfar Monsi Þórðarson voru markahæstir hjá Aftureldingu með fimm mörk. Guðmundur Hólmar Helgason skoraði sjö fyrir Selfoss og Atli Ævar Ingólfsson gerði fimm mörk. 

Afturelding 26:24 Selfoss opna loka
60. mín. Atli Ævar Ingólfsson (Selfoss) skoraði mark Of lítið og of seint fyrir Selfyssinga.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert